það var tjúttað til 6 um morguninn. þegar heim var komið ákvað ég að hringja í familíuna í drábbanum og spjalla...... þau voru að opna pakkana og ég var á eyrnasneplunum! stemming það :)
daginn eftir vorum við síðan ræst um 10 leytið til þess að fara til Asahi gara í onsen og hótelgistingu sem einn áfanginn minn hafði ákveðið að gera saman. við þessi evrópsku sátum skelþunn í lestinni og rútunni á leiðinni þanngað en mikið var ég nú fegin að drulla mér fram úr. onsenið var æðislegt!
onsen er svona heit laug, úti, sem maður baðar sig í. Japanarnir gera þetta mjög mikið til að slaka á og hér á hokkaido er mjög mikið af þessum laugum. þetta er svona eins og blanda af Bláa lóninu og sundlaug. við böðuðum okkur þarna 2-3 langt fram eftir morgni og spiluðum únó inn á milli. mjög kósí. annar í jólum fór í algert letikast. vaknaði ekki fyrr en 2 enda mjöööög langþreytt. hékk í herberginu mínu ein með sjálfri mér allan daginn það var mjög ljúft og notó :) í gær var svo haldið eitt lítið fallegt beerpong kvöld. við urðum að kenna englendingunum þennan fallega jólalega amríska leik!
fór að sofa um 5 og var vakin hálf níu til að eyða deginu á Asirigawa skíðasvæðinu. ég var svo þreytt og þunn að ég gleymdi myndavélinni en ég fer aftur í janúar á námskeið og þá verða teknar myndir. ég sit núna heima og er mjög þægilega þreytt. ég held að skíðadagur sé besta þynnkulyf í heimi. jólakossar og knús til allra og sérstakt ammilisknús til Tótu og Veilí :)