Sunday, December 28, 2008

Jólin, Onsen og Skíði

Jæja. Gleðileg jól allir saman :). hér í japan er orðið ansi jólalegt, snjór sem maður veður upp undir hné og jólaljós í 2 húsum. lífið er gott. 24. desember fórum við nokkur saman út að borða. við ætluðum að fara á agalega fínt jólahlaðborð á hóteli og dressa okkur fínt upp en þegar það kom í ljós að maturinn átti að kosta 9800 yen og drykkir ekki innifaldir ( vínglasið kostaði 900 yen!) hættum við snögglega við. þar af leiðandi að hér í japan er mikið um að fólk fari út að borða á aðfangadag var ekki um auðugan garð að gresja fyrir 12 manns að finna sér borð svo við enduðum á jólamatseðli á ítölskum veitingastað í mollinu! þetta er í fyrsta( og síðasta) skiptið sem ég eyði jólunum í molli!. eftir það fórum við svo þessi evrópsku á Vamos til Tonys þar sem okkur hafði verið boðið þar í jólatjútt. vinir Gill (kínversk/enska vinkona mín) komu í heimsókn yfir jólin svo að sjálfsögðu var enn meiri ástæða til að fara á Vamos og kynna þá fyrir Tony.

það var tjúttað til 6 um morguninn. þegar heim var komið ákvað ég að hringja í familíuna í drábbanum og spjalla...... þau voru að opna pakkana og ég var á eyrnasneplunum! stemming það :)
daginn eftir vorum við síðan ræst um 10 leytið til þess að fara til Asahi gara í onsen og hótelgistingu sem einn áfanginn minn hafði ákveðið að gera saman. við þessi evrópsku sátum skelþunn í lestinni og rútunni á leiðinni þanngað en mikið var ég nú fegin að drulla mér fram úr. onsenið var æðislegt!

onsen er svona heit laug, úti, sem maður baðar sig í. Japanarnir gera þetta mjög mikið til að slaka á og hér á hokkaido er mjög mikið af þessum laugum. þetta er svona eins og blanda af Bláa lóninu og sundlaug. við böðuðum okkur þarna 2-3 langt fram eftir morgni og spiluðum únó inn á milli. mjög kósí. annar í jólum fór í algert letikast. vaknaði ekki fyrr en 2 enda mjöööög langþreytt. hékk í herberginu mínu ein með sjálfri mér allan daginn það var mjög ljúft og notó :) í gær var svo haldið eitt lítið fallegt beerpong kvöld. við urðum að kenna englendingunum þennan fallega jólalega amríska leik!

fór að sofa um 5 og var vakin hálf níu til að eyða deginu á Asirigawa skíðasvæðinu. ég var svo þreytt og þunn að ég gleymdi myndavélinni en ég fer aftur í janúar á námskeið og þá verða teknar myndir. ég sit núna heima og er mjög þægilega þreytt. ég held að skíðadagur sé besta þynnkulyf í heimi. jólakossar og knús til allra og sérstakt ammilisknús til Tótu og Veilí :)

Tuesday, December 16, 2008

Tókíó, temple og ritgerð.

Ég fór til Tokyo, ég! þetta er mjög súrealísk upplifun að vera hérna. japan er fínt land en gvuuð minn góður hvað ég er orðin ástfangin af þessari borg! ég eyddi næstum öllum sunnudeginum í að labba um götur Tokyo með músik í eyrum. ég vildi að ég hefði haft bleika hárkollu á hausnum þá hefði upplifunin orðið jafnvel enn ótrúlegri. ég sá garðana sem umkringja keisarahöllina í Tokyo.

Aðalíbúðarhús keisarans er í Kyoto en þarna á hann "lítið" sumarhús. það er ekki hægt að sjá neitt af höllinni sjálfri og garðarnir sem eru alveg við húsið eru lokaðir fyrir almenningi. eftir að hafa labbað garðana endanna á milli labbaði ég út fyrir hliðin og vafraði inn í fjármálahverfið. þar fann ég stað þar sem eru 10-20 gosbrunnar og undarlegir bekkir umkringja svæðið.

og þarna sat ég í klukkutíma lesandi 100 ára einsemd. ég held að ég hafi sjaldan verið jafn stóísk. það var líka tjúttað í tokyo sem var gaman og við borðuðum á okkur gat á allskonar veitingahúsum. við sváfum í alvöru rúmum sem ég verð að segja við vorum eiginlega mest spennt fyrir áður en ferðin hófst eins sorglegt og það er að segja frá því.

síðasta vika hér í alþjóðlega húsinu hefur verið fremur stressandi. við áttum að skila 3000 orða ritgerð í dag í einu af fögunum okkar og af einhverjum ókunnum ástæðum voru allir að tapa sér úr stressi! ég er búin að heyra sögur af fólki sem hefur ekki sofið í 72 tíma, sem fór á djammið í gær til að létta á stressinu og sem fór út eftir að hafa lokið ritgerðinni klukkan 6 í morgun að skíða niður götuna! allt er nú hægt og á meðan fór ég í rúmið eins og gamla konan sem ég er um 11 leytið! flest okkar skráðu sig í byrjun árs í kúrs sem nefnist japanese affairs. héldum að þetta væri kúrs sem tengdist á einhvern hátt viðskiptalífinu.... nei nei þetta er eins og að vera komin aftur í leikskóla ( og ég er sko ekki að kvarta yfir því) því það eina sem við gerum er að fara í allskonar ferðir, skoða glerblásaraverkstæði, skoða fiskmarkað og í dag fórum við í búddaklaustur að hitta munk! ekki leiðinlegt það! þarna komst ég að því að Inga þýðir cause and effect fyrir japanska búddista. það er að allt sem við gerum hefur ástæðu og afleiðingu! munkurinn var alveg bit þegar kennarinn minn sagði honum að ég héti Inga en hann varð fyrir vonbrigðum þegar ég tjáði honum að ég væri ekki búddisti. það er gott að vera ástæða og afleiðing.

Thursday, December 4, 2008

Læknar og ávextir

verandi ég er náttúrulega frekar flókið. ég varð dálítið lasin og ákvað að fara til læknis hér í landi rísandi sólar. hljómar einfalt. ég fór inn á heilsugæslustöð, mjög mjög fína og fallega heilsugæslustöð. þar inni var ég umkringd af starfsmönnum og læknum um leið og ég kom inn. þau spurðu mig allskonar spurninga og að endingu var ég send í sneiðmyndatöku og CT skanna!!!! ekki alveg viss um að íslenskir læknar hefðu gert það!! það var ekkert að sem betur fer en læknirinn var viss um að ég væir með lausa taug sem er í sífelldum flogum og hann gaf mér flogalyf/taugalyf sem eru að bjarga mér núna... hvort sem það er vegna placebo effect eða vegna taflanna sjálfra þá líður mér allavega betur. er ennþá ansi bólgin í framan en hamstralúkkið er inn er það ekki?
Siggi og Erla hringdu í mig í gær bæði að kafna úr hlátri. við héldum kynningu á íslandi fyrir Otaru borg fyrir svona mánuði síðan og í áhorfenda"skaranum" var maður á áttræðisaldri sem ákvað að lesa sér meira til um ísland eftir kynninguna okkar. hann las um kreppuna sem við erum að ganga í gegnum og hann vorkenndi okkur fátæku íslendingunum svo langt frá heimalandinu svo mikið að hann ákvað að gera eitthvað fyrir okkur. það sem þessi góði samverji ákvað að gera var að fara með 10 kg af eplum og 10 af mandarínum á the international office með skilaboðum um að koma þeim til okkar svo við hefðum nú eitthvað að gleðja okkur við í desember mánuði. japanir eru svo gott fólk.
Tókíó á morgun! get ekki beðið þó ég sé eins og hamstur.
sé ykkur síðar næstum jólakveðjur frá japan og risa risa risa afmælisknús og kossar til Sibbiribbit sem er nú komin í hóp eldri fágaðri kvenna þessa hóps... bara veilí eftir í barnadeildinni. eigðu góðan dag sibban mín sakna þín kjærlig hilsen til drésa

Monday, November 17, 2008

Gvuð og Tókíó

Gvvvuð er farinn að tala við mig í gegnum blogg comment svo ég þori ekki annað en að skrifa nýtt blogg þó lítið sé búið að gerast hérna. Hlutirnir eru að hægjast hér í landi rísandi sólar, komin rútina á hlutina og við erum að byrja í miðsvetrarprófum. Ég er reyndar svooo heppin að vera bara í áföngum sem eru ekki með próf um miðjan vetur jibbí.
það hefur líka hægst á djamminu og lifrin mín er þakklát fyrir það. Dramað á Íslandi hefur þó ekki minnkað og núna síðast var mín stórkostlega fagra systir kýld í miðbæ Reykjavíkur af manni sem er svo mikið fífl að orð fá því eigi lýst. og ég er föst hinu megin á hnettinum. urrgg.
Ég keypti miða til Tókíó í gær og planið er að eyða þar helginni 5-8 des! get ey beðið. Við fengum meira að segja endalaust gott tilboð á 3 stjörnu hóteli svo ég er að fara að gista á hóteli í þriðja sinnið um ævina.. kjánalegt að vera spenntur yfir koddum og míníbar en ég er mjög spennt, sérstaklega vegna þess að útsýnið frá hótelinu sýnir keisarahöllina í Tókíó.
þetta er stutt, bara til að friða gvuð, erfitt að fúnkera vel þegar gvuð er reiður. saknaðarkveðjur til Íslands

Tuesday, November 4, 2008

Stígvél, snjór og jól




helgin hefur verið erfið... alltof mikill bjór. á föstudaginn var okkur boðið í halloween partý af The international office eftir að við héldum kynningum um landið okkar fyrir almenning Otaru og skólann okkar. eftir partýið var annað partý í sameiginlega herberginu okkar hérna og við útlendingarnir fengum loksins samkeppni um hver getur drukkið sem mest frá japönunum :) þeir voru duglegir með meiru og þó að aðeins helmingurinn hafi höndlað að fara niður í bæ með okkur útlendingunum er það mun meira en venjulega!! kvöldið var verulega skemmtilegt og mun skemmtilegra en morguninn eftir þegar nágranni minn vakti mig upp klukkan 11 til að draga mig til Wing bay í leit að þynnkumat og afþreyingu. við enduðum á því að éta hálfa verslunarmiðstöðina og eyða 10 tímum þar inni, án þess að kaupa nokkurn skapaðan hlut... nei ég lýg því nú við keyptum tannkrem alveg heila túpu af tannkremi. á sunnudeginum ákvað ég síðan að skondrast til sapporo í leit minni að sléttujárni og hárblásara til að fara með stórkostlega nýja litnum sem ég fékk sendan frá uppáhaldsmömsunni minni :)
það var að sjálfsögðu mjög mjög mjög nauðsynlegt að kaupa sér svona eins og einn lítinn bjór þar af leiðandi að við vorum í Sapporo og enginn skóli á mánudeginum. verst að við ákváðum að kaupa okkur þennan bjór:
þessi fallegi bjór er 2,5 líter og við drukkum 2!! gáfað! svo var snúið við til Otaru og gegnið inn á karaokibar eins og venjulega. jólin eru líka að koma í augum japana og allir eru farnir að skreyta af miklu móð! maður verður bara að fara að kaupa sér jólaskreytingu sem fyrst held ég bara. í dag a þessum fallega þriðjudagsmorgni gerðist það sem ég hef verið að bíða eftir síðasta mánuðinn... það snjóaði. og auðvitað af því að ég er heppnari en allt sem heppið er þá er ég lasin og kemst ekki út. ég stend við svalahurðina mína og stari út um gluggann á fyrsta snjóinn bráðna án þess að hafa tekið neinn þátt í að labba í honum.. grátur grátur vorkenn vorkenn

Saturday, October 25, 2008

velkomin partý númer 2000 og japanese culture day




Helgin átti að vera róleg. hún verður það nú reyndar í dag. í gær fórum við í 2000 asta welcome partýið sem hefur verið haldið fyrir okkur hérna. í þetta skiptið var það the international communication club sem hélt partýið. það byrjaði frekar furðulega. eins og ball þegar maður var í grunnskóla... í 7 bekk kannski jafnvel bara 6 bekk. svo kenndu japanirnir okkur drykkjuleik sem samanstendur af japönsku söngli og þambi á kóreysku kúmenvíni blönduðu í grænt te. ekki beint besta blanda í heimi en leikurinn var mjög skemmtilegur. svo kláraðist partýið.... það var frá 6-8 eins og böllin í 6. bekk... þá færðum við okkur á efri hæðina. var ég búin að minnast á það að þetta gerðist allt saman í skólanum. alla vega færðum okkur upp á efri hæðina á lao´s cafe. ég þekki lao. allir skiptinemarnir og japanirnir líka. lao ákvað að gefa öllum sem hann þekkir frítt áfengi allt kvöldið.... þið getið séð hvar þetta endar... allavega það var gaman. mjög gaman. fór samt snemma heim eins og allir hinir því í dag var japanski kúltúr dagurinn. Otaru borg býður öllum útlendingum sem dvelja hér í lengri tíma að koma og upplifa japanska menningu og hefðir einu sinni á ári. svo við fórum í dag og fengum að upplifa japanska te athöfn, blómaskreytingarhefð og caligriphy kennslu. allt mjög mjög ríkt af hefðum og allt mjög japanskt. ótrúlega gaman að sjá og upplifa... eins og að fara aftur í tímann. var sérstaklega hrifin af því að læra að skrifa. verst að þetta var klukkan 9 um morgun á laugardegi. og að á sunnudagsmorguninn klukkan 9 er ég að fara að búa til minn eigin bjór í Otaru brewery. eintóm gleði japan... snemma á morgnanna.

Monday, October 20, 2008

Kassótar kýr og afmælisboð


þessi helgi er búin að vera mjög erfið fyrir lifrina mína. skemmtileg samt. Plönin okkar um að fara til Asahigawa í Onsen og dýragarða gekk ekki eftir þynnkuskrímslið vann. ég borðaði líklega meira en ég hef nokkru sinni gert á steikhúsi sem heitir kassóta kúin. Við höfum líklega sett þá á hausinn! við átum að minnsta kosti eina kú á mann! Skólinn er byrjaður af alvöru og nú er ég með heimavinnu í öllum tímum í stað þess að vera bara með heimavinnu í japönskunni. Það er sossum ágætt þó mest af þessari heimavinnu byggist upp á því að kenna japönunum ensku sem ég kann svona ágætlega svo verkefnin eru frekar auðveld svona að minnsta kosti enn sem komið er. við erum undir árásum paddna þessa dagana og ég hef aldrei verið hrifin af skríðandi´viðbjóðslegum pöddum. Og þessar eru sérstaklega ógeðslegar! risastórar, fljúga með þvílíkum hávaða, komast alls staðar inn og ef þú stígur á þær eða snertir þær þá kemur þessi líka viðbjóðslega lykt!!!!! frábært! þetta lið treður sér meira að segja inni herbergið manns!
Í næstu viku er International week og ég hef lokið við að gera plakat sem sýnir að Ísland er í raun og veru besta land í heimi.... ég laug.... fullt!
Sakna ykkar heilan lifandis ósköps helling sérstaklega núna þegar afmæli tvíbbana minna eru á miðvikudaginn!! vona að þið gerið eitthvað ógó skemmtilegt í sitthvoru landinu :)

Wednesday, October 15, 2008

Japanskur kúlturdagur og internetið


Lífið hérna í Japan er að komast í fastar skorður. Skólinn á daginn, hangs með vinum á kvöldin og allt allt allt of mikil drykkja á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnudegi! það er svona þegar maður bekynnir sig við sér yngra fólk, yngra fólk sem er nóta bene annað hvort í bræðrafélagi, house musik klúbb eða einfaldlega með ofur ofur ofur lifur sem er miklu yngri en mín! Bjarta hliðin er hins vegar sú að ég hef uppgötvað að maður verður ekki meira þunnur með aldrinum maður drekkur einfaldlega sjaldnar og lifrin er ekki í miklu formi til að jafna sig hratt! Ef þú hins vegar drekkur 4 daga í viku er lifrin súperfljót að jafna sig og þú ert orðin right as rain aftur um hádegi næsta dag!
þessi helgi ætti að vera rólegri samt. Á laugardagsmorguninn er japanskur kúltur dagur hjá okkur geimverunum fyrir hádegi þar erum við að fara að læra að raða blómum á japanska vísu sem eftir því sem að mér er sagt er allt allt öðruvísi en blómaskreytingar í öðrum löndum. Eftir það lærum við að drekka te á japanska vísu og að skrifa hiragana með málingu og burstum. lífið er gott! Svo erum við að plana að gera eitthvað menningarlegt eftir hádegi eins og að heimsækja Asahigawa sem er bær með dýragarði, heitum hverum og skíðasvæði. Þekkjandi bræðrafélagsmanninn þá gæti hann breytt allri þessari menningu í drykkjuleiki! ég kem heim með ansi marga undir beltinu og ég get ekki beðið eftir að spila beer pong á íslenska vísu! með brennivíni og harðfiski! Internet gaurinn merkilegi kemur til okkar á mánudaginn og þá get ég verið á netinu allan sólarhringinn lífið verður enn betra þá
kveðjur úr austrinu og velkomin til London lilfríður mín:)

Thursday, October 9, 2008

Bíó og Keila


ekki sossum mikið að segja ég held að ég sé að blogga dálítið of mikið! hef bara alltaf þurft að tala mikið svo ég held því barasta áfram. eftir ansi mikið djamm síðustu helgi þá var vikan frekar svona róleg. fórum í bíó og keilu á mánudagskvöldið. þeir eru nú frekar mikið langt á eftir okkur með frumsýningarnar Japanirnir. við fórum að sjá Ironman sem ég hef séð ansi oft. þetta byrjaði nú reyndar ekki vel. ætluðum að fara á Hancock klukkan 6 en þegar við settumst inn í salinn var einhver skemmd í myndinni sjálfri og við máttum velja um að sitja þarna áfram eða fara á aðra mynd. við völdum að sjálfsögðu síðari kostinn. versta var að allar myndirnar sem sýndar voru á sama tíma voru á japönsku og þó að ég sé búin að læra að spyrja hvað klukkan sé og að ég hafi verið að lesa dagblaðið heima hjá vini mínum síðustu helgi á japönsku dugar það ekki til að sjá mynd á japönsku með engum texta! svo við þurftum að bíða til 9. japanirnir verandi eins góðir og kurteisir og þeir eru gáfu okkur miða á sýninguna 600 yen til baka því bíómiði klukkan 9 kostar 600 yenum minna en klukkan 6 og frímiða í bíó seinna! sem er frábært því hver miði hérna kostar frá 1200 yenum til 1800 sem á núverandi gengi er um það bil allt of mikið fyrir bíómiða! við þurftum að eyða tíma milli sýninga svo við fórum í keilu. keilan hér er alveg eins held ég bara og heima nema skórnir og skónúmerin. gaman.
þriðjudagar hafa nú verið endurnefndir vestri og vín dagur. miðvikudagar eru wisky wednesday og fimmtudagar thirsty thursday. með þessu áfram haldi þarf ég að skrá mig í meðferð þegar ég kem heim bara til þess að telja lifrina mína á það að halda sig við mig. ég bý í landi þar sem viský er keypt í 4 lítra flöskum í matvöruverslunum.
EE, moo kekkoo desu ne...

Monday, October 6, 2008

Sapporo, dagurinn eftir og nyji gemsinn minn

ja sidast tegar eg skrifadi vorum vid a leidinni til sapporo a skrallid! tad var eiginlega fyndasta kvoldid sem eg hef upplifad sidan eg kom hingad! vid byrjudum a tvi ad fara ut ad borda a bonsai og kiktum svo a rad brothers tar sem vid drukkum okkur bla i framan vid ad spila quarters vid bartjonana! eftir tad aetludum vid ad tolta a einn fraegasta naeturklubbinn herna sem heiti booty.... ja eg veit ekki alveg besta nafn i heimi... tad kom hins vegar upp ur durnum ad eigandi booty hafdi misst skemmtanaleyfid helgina adur og tvi var klubb haedin lokud! bara barinn opinn. vid gretum ekki lengi heldur skundudum a naesta klubb sem heitir Alife, tar voru 10 hraedur i disko buningum vegna tess ad fyrsti fostudagur hvers manadar er apearantly diskodagur! svo vid akvadum ad fara upp um tvaer eda 10 haedir i turninum sem Alife var stadsettur i og viti menn tar var annar klubbur! acid room ad nafni! tar var saman safn af utlendingum og hipp hopp musik svo ad sjalfsogdu vorum vid tar til 6 um morguninn. sidan var farid a Mcdonalds og lestin tekin heim! eg var komin i rumid klukkan 8! geri adrir betur! eg var svo vakin um 5 til ad fara a sushi bar..... ekki alveg minn still svo eg neitadi aetladi bara ad eyda kvoldinu i roleg heitum! ekki alveg. fekk simtal um 11 leytid ad eg skildi drulla mer af stad og fara a uppahaldspubbinn okkar her i OTaru og verandi eg ad sjalfsogdu gerdi eg tad! drykkja a ny til 6 um morguninn! lifrin i mer hefur sagt upp storfum og oskar nu eftir nyjum eiganda.
hey er lika komin med gemsa sem haegt er ad senda email i! tegar tid sendid email i ithj1@softbank.ne.jp ta fae eg tad i simann minn og enginn tarf ad borga neitt! snidugt ekki satt!!! allir ad senda mer email takk
sayonara

Friday, October 3, 2008

Sapporo og bjordrykkja i midri viku

Tessa vikuna erum vid buin ad vera ad mata tima i skolanum og sja hvad hentar okkur ad taka! Eg er anaegd med flest svona ekki alveg allt og aetla liklega ad reyna ad taka fleiri einingar tessa onnina og vera meira i frii naestu onn. a midvikudaginn gerdum vid tau heimskulegu mistok ad fara i beer pong. tessi leikur er sa amriskasti sem eg hef leikid og nakvaemlega jafn kjanalegur og hann litur ut fyrir ad vera i amriskum braedrafelagsmyndum! en holy hell hvad hann er skemmtilegur tetta verdur held eg alveg orugglega tad fyrsta sem eg kenni ykkur stelpur tegar eg kem heim a ny! tetta getur verid nyja fubarid okkar! eg for i rumid um 6 leytid og turfti svo ad maeta i tima i japonsku klukkan 10 30 tad var erfitt og eg hef sjaldan ef einhvern timann verid jafn tunn og eg var i gaer! i dag hins vegar er fostudagur og vid skiptinemarnir erum ad hugsa um ad fara til Sapporo i kvold til ad borda kvoldmat og fara svo a klubbarolt og fylleri, missa af sidustu lestinni heim og taka ta fyrstu i fyrramalid klukkan 6 15! djamm a islenska visu! eg vona ad eg se ekki ordin of gomul i tetta! taxi heim fra sapporo gaeti verid frekar dyr svona!
tad er allavega ogisslega gaman herna to eg sakni ykkar heima lifrin min er lika daldid skoddud ordin!
kossar og knus fra Nihon

Tuesday, September 30, 2008

oriantation og fylleri

ja tad er ansi mikid um ad vera herna i Japan tessa dagana. allt "hitt" folkid kom a vistina svo nu erum vid geimverurnar ordnar 19. flestir skiptinemarnir eru fra Kina og Koreu en tad er lika folk fra Usa, Bretlandi, Tyskalandi, Nyja Sjalandi. flestir eru endalaust almennilegir og skemmtilegir. vid forum i kynningu fyrir allt namid i gaer dag og fengum svona betri mynd a hvernig tetta a allt saman ad vera! sem betur fer er eg ekki lengi i skolanum plus ad eg byrja frekar seint svo skolinn aetti alls ekki ad setja strik i djammreikninginn minn! vid erum nokkur ad hugsa um ad fara til Tokyo i endann a November bara svona til ad sja allt og alla tar lika! get ekki bedid su borg er alveg bleikum skyjum vafin i huga mer. eg fekk lika gemsa i gaer sem eg gaeti ekki verid anaegdari med get loksins haft samband vid umheiminn! kannski ekki gafulegt samt ad taka hann med ser a tjuttid tvi eg a tad til ad hringja heim til islands i saknadarkasti full og vitlaus um hadegi hja ykkur heima og tala lengi fyrir 250 kr minutuna! madur er svooooo snidugur! vid endudum daginn svo a tvi ad hafa svona kynningar party.....fylleri tad er og svo forum vid oll saman a karaoki bar ad syngja okkur bla i framan! tad gaeti ekki hafa verid vandraedalegra fyrir okkur ekki japanina tvi japanirnir taka tessu frekar alvarlega og syngja allir mjog mjog vel hvert lagid a faetur odru! vid hins vegar vorum fullir asnalegir utlendingar ad aepa i mikrafon ekki alveg tad smartasta..... fyndid en ekki smart. eg set myndir inn a facebook um leid og eg fae internetid i mina eigin tolvu
genki desu.

Thursday, September 25, 2008

mistery meat og parisarhjol

ja netid herna hefur legid nidri og er nuna mjog lelegt svo tessi fraersla verdur stutt. eg aetti ad fa netid heim til min a naestu 3 vikum svo tha verdur audveldara ad hafa samband vid ykkur tarna a klakanum :) hedan er allt gott ad fretta. fyrsta japonsku kursinum likur a morgun og eg er nu ad verda nokkud god held eg vonandi.... get allavega komid mer a milli stada og svona. i naestu viku verdum vid svo ad skoda kursa og hitta folk asamt tvi ad kynna okkur okkar land sem verdur forvitnilegt! sidusta tridjudag var fridagur herna i japan eg er ekki alveg viss hvers vegna en vid kiktum til sapporo. verlsadi sma, kikti a parisarhjol uppi a byggingu!! og bordadi mat a japonskum veitingastad tar sem bordin voru svona i gryfjum i serherbergjum. allur stadurinn var agalega japanskur, maturinn tjonarnir og matsedlarnir allt a japonsku og katagana. svooo vid bentum bara a matsedilinn til ad panta eitthvad og tid vidid nu hvad tad er gott og gaman fyrir gikkinn mig! eg sa eitt enskt ord beef og henti mer a tad! eg fekk kjot met graentmeti og hvitlaukshrisgrjonum agalega gott verd eg ad segja en eg hef nu ekki mikla tru a tvi ad kjotid hafi verid beef!! en heyyyyy tad var allavega gott! tihi.
jaeja er ad verda of sein i matarbod.... kossar og knus fra japan yoroshiko onegaishimasu
p.s. lilja ertu buin\?  ertu ordin master?

Sunday, September 21, 2008

mmmm já það varð nú ekki mikið úr plönum helgarinnar. eins og þið getið séð á myndunum á facebook fórum við á tjúttið á föstudeginum og því var öllum laugardeginum eytt í þynnku.... fallegt ekki satt! í dag fórum við Erla og Siggi í Wing bay mollið sem er óskipulagðasta moll vestan alpafjallanna! en mér tókst að kaupa afmælisgjafir fyrir systrateymið mitt sem eiga afmæli 23 og 24! Internet tengingin sem ég er á hættir á morgun því Karolina er að fara heim aftur, hennar ár hérna er búið það á nú víst eftir að hægja á myndum og skrifum en við erum að reyna að finna út úr því að fá internet í herbergin okkar ætti ekki að taka nema svona 3 -4 vikur!! japönsk skriffinnska got to love it! föstudagurinn var endalaust fyndinn, karioki, japönsk hjón að segja mér að ég væri með stór augu og stórt nef og Keng að bjóða mér bak við barinn til dónalegra starfa!! ég læri meira og meira í japönskunni og get orðið tjáð mig pínku við búðarafgreiðslufólk og strætóbílsstjóra ásamt því að spyrja hvað klukkan sé og segja öðrum hvað hún sé! mjög mikilvægt dót allt saman! vona að ég nái að geta talað að minnsta kosti aðeins fluent þegar ég kem heim. sakna Íslands pínku stundum en þetta er búið að vera geðveikt hingað til. í næstu viku búumst við við nýju fólki vegna þess að oriantation dagurinn og vikan byrja 29 sept og það er skyldumæting fyrir skiptinemana í það.
sayonara

Friday, September 19, 2008

nýtt blogg

jæja loksins komin með nýtt blogg, verð að halda gervahverfinu bara fyrir ísland.
Komin föstudagur og verið að plana bjórdrykkju og heimsókn til Sapporo og á ströndina allt að gerast. get ekki beðið eftir því að skoða Sapporo betur þetta er svo endalaust spennandi borg. set meira seinna bjórinn minn er að bíða en ég vildi bara setja nýtt dót á þetta ofursvala nýja blogg
shitsureismasu