Sunday, December 28, 2008

Jólin, Onsen og Skíði

Jæja. Gleðileg jól allir saman :). hér í japan er orðið ansi jólalegt, snjór sem maður veður upp undir hné og jólaljós í 2 húsum. lífið er gott. 24. desember fórum við nokkur saman út að borða. við ætluðum að fara á agalega fínt jólahlaðborð á hóteli og dressa okkur fínt upp en þegar það kom í ljós að maturinn átti að kosta 9800 yen og drykkir ekki innifaldir ( vínglasið kostaði 900 yen!) hættum við snögglega við. þar af leiðandi að hér í japan er mikið um að fólk fari út að borða á aðfangadag var ekki um auðugan garð að gresja fyrir 12 manns að finna sér borð svo við enduðum á jólamatseðli á ítölskum veitingastað í mollinu! þetta er í fyrsta( og síðasta) skiptið sem ég eyði jólunum í molli!. eftir það fórum við svo þessi evrópsku á Vamos til Tonys þar sem okkur hafði verið boðið þar í jólatjútt. vinir Gill (kínversk/enska vinkona mín) komu í heimsókn yfir jólin svo að sjálfsögðu var enn meiri ástæða til að fara á Vamos og kynna þá fyrir Tony.

það var tjúttað til 6 um morguninn. þegar heim var komið ákvað ég að hringja í familíuna í drábbanum og spjalla...... þau voru að opna pakkana og ég var á eyrnasneplunum! stemming það :)
daginn eftir vorum við síðan ræst um 10 leytið til þess að fara til Asahi gara í onsen og hótelgistingu sem einn áfanginn minn hafði ákveðið að gera saman. við þessi evrópsku sátum skelþunn í lestinni og rútunni á leiðinni þanngað en mikið var ég nú fegin að drulla mér fram úr. onsenið var æðislegt!

onsen er svona heit laug, úti, sem maður baðar sig í. Japanarnir gera þetta mjög mikið til að slaka á og hér á hokkaido er mjög mikið af þessum laugum. þetta er svona eins og blanda af Bláa lóninu og sundlaug. við böðuðum okkur þarna 2-3 langt fram eftir morgni og spiluðum únó inn á milli. mjög kósí. annar í jólum fór í algert letikast. vaknaði ekki fyrr en 2 enda mjöööög langþreytt. hékk í herberginu mínu ein með sjálfri mér allan daginn það var mjög ljúft og notó :) í gær var svo haldið eitt lítið fallegt beerpong kvöld. við urðum að kenna englendingunum þennan fallega jólalega amríska leik!

fór að sofa um 5 og var vakin hálf níu til að eyða deginu á Asirigawa skíðasvæðinu. ég var svo þreytt og þunn að ég gleymdi myndavélinni en ég fer aftur í janúar á námskeið og þá verða teknar myndir. ég sit núna heima og er mjög þægilega þreytt. ég held að skíðadagur sé besta þynnkulyf í heimi. jólakossar og knús til allra og sérstakt ammilisknús til Tótu og Veilí :)

5 comments:

Anonymous said...

Mér finnst þú hetja að fara þunn á skíði. Síðasta sinn sem ég gerði það skíðaði ég frá kofanum niður að lyftu, einu sinni upp og hálfa leið niður tók ég hægri snú beint heim í kofa. Jafnvægið ekki að gera það og hræðslan við að gubba inn í skíðagallann gerði þessa ákvörðun.

Sakna þín mikið dásemdar sykurpúðinn minn!

Anonymous said...

Mér finnst þú hetja að fara þunn á skíði. Síðasta sinn sem ég gerði það skíðaði ég frá kofanum niður að lyftu, einu sinni upp og hálfa leið niður tók ég hægri snú beint heim í kofa. Jafnvægið ekki að gera það og hræðslan við að gubba inn í skíðagallann gerði þessa ákvörðun.

Sakna þín mikið dásemdar sykurpúðinn minn!

Rauðhetta said...

ahaha jább þetta var mikið afrek og mér leið betur á eftir. jafnvel eftir að ég fékk hádegismat úr sjálfsala! kjúkling og franskar í kassa :) sakna þín líka sibbiribbitið mitt

Anonymous said...

Já þú ert hetja Inga mín... söknum þín ógó...kossar & knús frá klónunum

Rauðhetta said...

ohhhh sætu sætu klónin mín sakna ykkar líka kossar