Thursday, December 4, 2008

Læknar og ávextir

verandi ég er náttúrulega frekar flókið. ég varð dálítið lasin og ákvað að fara til læknis hér í landi rísandi sólar. hljómar einfalt. ég fór inn á heilsugæslustöð, mjög mjög fína og fallega heilsugæslustöð. þar inni var ég umkringd af starfsmönnum og læknum um leið og ég kom inn. þau spurðu mig allskonar spurninga og að endingu var ég send í sneiðmyndatöku og CT skanna!!!! ekki alveg viss um að íslenskir læknar hefðu gert það!! það var ekkert að sem betur fer en læknirinn var viss um að ég væir með lausa taug sem er í sífelldum flogum og hann gaf mér flogalyf/taugalyf sem eru að bjarga mér núna... hvort sem það er vegna placebo effect eða vegna taflanna sjálfra þá líður mér allavega betur. er ennþá ansi bólgin í framan en hamstralúkkið er inn er það ekki?
Siggi og Erla hringdu í mig í gær bæði að kafna úr hlátri. við héldum kynningu á íslandi fyrir Otaru borg fyrir svona mánuði síðan og í áhorfenda"skaranum" var maður á áttræðisaldri sem ákvað að lesa sér meira til um ísland eftir kynninguna okkar. hann las um kreppuna sem við erum að ganga í gegnum og hann vorkenndi okkur fátæku íslendingunum svo langt frá heimalandinu svo mikið að hann ákvað að gera eitthvað fyrir okkur. það sem þessi góði samverji ákvað að gera var að fara með 10 kg af eplum og 10 af mandarínum á the international office með skilaboðum um að koma þeim til okkar svo við hefðum nú eitthvað að gleðja okkur við í desember mánuði. japanir eru svo gott fólk.
Tókíó á morgun! get ekki beðið þó ég sé eins og hamstur.
sé ykkur síðar næstum jólakveðjur frá japan og risa risa risa afmælisknús og kossar til Sibbiribbit sem er nú komin í hóp eldri fágaðri kvenna þessa hóps... bara veilí eftir í barnadeildinni. eigðu góðan dag sibban mín sakna þín kjærlig hilsen til drésa

6 comments:

Anonymous said...

ok Inga! Þú ert meira en skrítin!!!

Ég skil bloggið ekki allveg...þú varst send í cat scan eða sneiðmyndatöku vegna þess að þú ert með lausa taug (hvað sem það nú er), varst sett á einhver tauga/flogalyf og ert betri núna...þó að þú sért eins og hamstur í framan!!!! Svo segir þú að það hafi "ekkert" verið að...sjit

en þú ert jafn mikið krútt og venjulega (þó að þú hafir hálfbakaðar hugmyndir um heylsu)

takk fyrir afmáliskveðju pingan mína..það er gott að vera komin í hóp eldri og fágaðri kvenna...hehe þó að bráðum yfirgefir þú þann hóp og ferð yfir í hóp elstu kvenna..múhahahah elsku ellismellirinn minn"

kossar.

Anonymous said...

Já Inga mín getum við fengið einhverja sjúkdómsgreiningu...er ekki alveg viss um að ég myndi taka inn einhver taugalyf án þess að vita hvað væri að mér...

...en vona að þú skemmtir þér konunglega í Tokýó og nottla frábært ef þú getur tekið eplin og appelsínurnar með...

Knús, Marta

Rauðhetta said...

múhahahah já ég var víst frekar rugluð þegar ég skrifaði færsluna. þetta var ekki alveg að gera sig. ég var sem sagt með taug sem var í sífelldum flogum og olli mér ansi miklum sársauka og bólgum. lyfin sem ég tók voru til þess að láta taugina róa sig. ég fór á netið og leitaði uppi upplýsingar um lyfin og þau voru frekar rosaleg gátu valdið útbrotum svo rosalegum að þau leiddu til dauða!! það var samt voðalega lítið annað sem ég gat gert og núna er ég á leið til tókíó með agnarögn af hamstri í munninum en engan sársauka :) lífið er gott sjáumst hinu megin

Unknown said...

Hahahahaha Inga þú ert svo fyndin!
Vá hvað mér finnst dúllulegast í heimi að þessi maður hafi sent ykkur alla þessa ávexti!

Anonymous said...

ohh það er gott að vita að það er einhver að hugsa um þig þarna úti gefa þér að borða og svona :D gamli karlinn algjör krúttilús
sakn á þig elsku systir mín

Anonymous said...

já vona að þú hafir notið ávaxtanna... en hvað dó bloggið í Tokýó :)