Gvvvuð er farinn að tala við mig í gegnum blogg comment svo ég þori ekki annað en að skrifa nýtt blogg þó lítið sé búið að gerast hérna. Hlutirnir eru að hægjast hér í landi rísandi sólar, komin rútina á hlutina og við erum að byrja í miðsvetrarprófum. Ég er reyndar svooo heppin að vera bara í áföngum sem eru ekki með próf um miðjan vetur jibbí.
það hefur líka hægst á djamminu og lifrin mín er þakklát fyrir það. Dramað á Íslandi hefur þó ekki minnkað og núna síðast var mín stórkostlega fagra systir kýld í miðbæ Reykjavíkur af manni sem er svo mikið fífl að orð fá því eigi lýst. og ég er föst hinu megin á hnettinum. urrgg.
Ég keypti miða til Tókíó í gær og planið er að eyða þar helginni 5-8 des! get ey beðið. Við fengum meira að segja endalaust gott tilboð á 3 stjörnu hóteli svo ég er að fara að gista á hóteli í þriðja sinnið um ævina.. kjánalegt að vera spenntur yfir koddum og míníbar en ég er mjög spennt, sérstaklega vegna þess að útsýnið frá hótelinu sýnir keisarahöllina í Tókíó.
þetta er stutt, bara til að friða gvuð, erfitt að fúnkera vel þegar gvuð er reiður. saknaðarkveðjur til Íslands
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
já jesús kristur almáttugur
...en ég tek undir með gvuði...það var kominn tími á nýtt blogg.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef séð þig minnast á skólann síðan þú fórst til Nippon.
Hvaða sauður var að kýla hana Helgu litlu? Þú veist að þú getur allveg látið tukta hann aðeins til þó að þú sjálf getur ekki headbuttað hann...eða er það ekki rétta orðið?
en kannski ekki...þú hefur ákveðið að nota peninginn frekar í glæsiferð til Tokyo...hvernig hefuru eiginelga efni á þessum herlegheitum, nýjustu fregnir herma að hagkerfið í Nippon sé að fara í ruslið?
það er gott að þú hefur það kósý INgan mín...ég sakna þín sko mikkið. þín sibba
Sakna þín líka sibban mín. hagkerfið hér í Nippon er ekki gott en mun mun mun betra en á kalda kalda íslandi. get ekki beðið eftir Tókíó og get ekki heldur beðið eftir að hitta ykkur aftur.
sammála Guði og Sibbu það var aaaalveg kominn tími á nýtt blogg :D hvaða rugl er það að fara minnka djammið þú ert ekki að fara í próf sko hehehe ábyggilega öruggara að fara á skrallið í Japan en hér alla vegana ekki klikkaðir fullorðnir karlar að kýla mann þarna í Japan er það nokkuð? svo eru þeir líka svo litlir þarna úti þú myndir bara snúa þá niður með annarri híhí
ohhh langar svo hrikalega mikið að hitta þig í Tokyo er alveg að drepast
heyrðu já viltu plís koma heim ég sakna þín svoooo mikið og auk þess vantar mig líka lífvörð
KODDU HEIM NÚNA ÞÚ ERT BÚIN AÐ VERA ÞARNA ÓGEÐSLEGA LENGI
Þín litla sys :*
múhahahah já systir góð Ingi Magnús kemur heim bráðum og ég verð bara smá stund í viðbót kem heim eftir pínku stund. Koddu til Tokyo í millitíðinni!!! 5 des ég hitti þig á horninu þarna við hliðina á húsinu... sakna þín
beware the wrath of god
Post a Comment