Aðalíbúðarhús keisarans er í Kyoto en þarna á hann "lítið" sumarhús. það er ekki hægt að sjá neitt af höllinni sjálfri og garðarnir sem eru alveg við húsið eru lokaðir fyrir almenningi. eftir að hafa labbað garðana endanna á milli labbaði ég út fyrir hliðin og vafraði inn í fjármálahverfið. þar fann ég stað þar sem eru 10-20 gosbrunnar og undarlegir bekkir umkringja svæðið.
síðasta vika hér í alþjóðlega húsinu hefur verið fremur stressandi. við áttum að skila 3000 orða ritgerð í dag í einu af fögunum okkar og af einhverjum ókunnum ástæðum voru allir að tapa sér úr stressi! ég er búin að heyra sögur af fólki sem hefur ekki sofið í 72 tíma, sem fór á djammið í gær til að létta á stressinu og sem fór út eftir að hafa lokið ritgerðinni klukkan 6 í morgun að skíða niður götuna! allt er nú hægt og á meðan fór ég í rúmið eins og gamla konan sem ég er um 11 leytið! flest okkar skráðu sig í byrjun árs í kúrs sem nefnist japanese affairs. héldum að þetta væri kúrs sem tengdist á einhvern hátt viðskiptalífinu.... nei nei þetta er eins og að vera komin aftur í leikskóla ( og ég er sko ekki að kvarta yfir því) því það eina sem við gerum er að fara í allskonar ferðir, skoða glerblásaraverkstæði, skoða fiskmarkað og í dag fórum við í búddaklaustur að hitta munk! ekki leiðinlegt það! þarna komst ég að því að Inga þýðir cause and effect fyrir japanska búddista. það er að allt sem við gerum hefur ástæðu og afleiðingu! munkurinn var alveg bit þegar kennarinn minn sagði honum að ég héti Inga en hann varð fyrir vonbrigðum þegar ég tjáði honum að ég væri ekki búddisti. það er gott að vera ástæða og afleiðing.
4 comments:
Tokyo-ok?
ég sakna þín!
ekkert mikið hefur gerst síðan í gær. Ég er ánægð með að þú ert byrjuð að blogga. aftur.
Er ekki til einhver 100 ára einsemd japana?
æðislegar myndirnar frá Tokyo :D mig langar líka að koma þangað spurning um að ég skelli mér bara milli jóla og nýárs ( hehe ég meina maður ætlar alltaf að sigra heiminn milli jóla og nýárs þó að þetta séu ekki nema örfáir dagar)....
þú hefur nú bara gott af því að hafa skellt saman einni ritgerð þarft nú að þjálfa þig smá fyrir Bifrastargeðveikina næsta haust hehehe
Sakna þín sykurpúðinn minn eða á ég að segja sakna þín ástæða og afleiðing hahaha það hljómar alveg hrikalega kjánalega
kossar og knús þín litla sys
ohh sakna ykkar beggja líka agalega mikið! veit nú ekki með 100 ára einsemd japana hef ekki heyrt um það. og systir góð þú kemur barasta sem fyrst og ég kvíði ekkert smá fyrir því að þurfa að fara að læra aftur !!! heeh kossar og knús ástæða og afleiðing
hææææ, ég veit ég talaði við þig áðan en mig langaði samt að segja við þig aftur Gleðileg jól!!
Post a Comment