þessi helgi er búin að vera mjög erfið fyrir lifrina mína. skemmtileg samt. Plönin okkar um að fara til Asahigawa í Onsen og dýragarða gekk ekki eftir þynnkuskrímslið vann. ég borðaði líklega meira en ég hef nokkru sinni gert á steikhúsi sem heitir kassóta kúin. Við höfum líklega sett þá á hausinn! við átum að minnsta kosti eina kú á mann! Skólinn er byrjaður af alvöru og nú er ég með heimavinnu í öllum tímum í stað þess að vera bara með heimavinnu í japönskunni. Það er sossum ágætt þó mest af þessari heimavinnu byggist upp á því að kenna japönunum ensku sem ég kann svona ágætlega svo verkefnin eru frekar auðveld svona að minnsta kosti enn sem komið er. við erum undir árásum paddna þessa dagana og ég hef aldrei verið hrifin af skríðandi´viðbjóðslegum pöddum. Og þessar eru sérstaklega ógeðslegar! risastórar, fljúga með þvílíkum hávaða, komast alls staðar inn og ef þú stígur á þær eða snertir þær þá kemur þessi líka viðbjóðslega lykt!!!!! frábært! þetta lið treður sér meira að segja inni herbergið manns!
Í næstu viku er International week og ég hef lokið við að gera plakat sem sýnir að Ísland er í raun og veru besta land í heimi.... ég laug.... fullt!
Sakna ykkar heilan lifandis ósköps helling sérstaklega núna þegar afmæli tvíbbana minna eru á miðvikudaginn!! vona að þið gerið eitthvað ógó skemmtilegt í sitthvoru landinu :)
5 comments:
..it´s not the same without you... knús, íslenski helmingurinn..
hmmmm, hver er íslenski helmingurinn þinn??
laugarásvídjó???
ég veit barasta ekkert hver þetta er....
er ekki annars lífið að leika við þig Inga mín? Það lítur út fyrir að vera svaka stuð hjá þér. ertu byrjuð í viðskiptafræðinni eða ertu ennþá í japönsku? Ég sakna þín mikið...
ohhhh sakna þín líka heilan helling. ég er byrjuð í viðskiptafræðinni, og held áfram enn í japönskunni sem er enn skemmtilegt. Viðskiptafræðin hér er auðveld ennþá, of auðveld fremur leiðigjörn bara en það er gaman hérna allof gaman :) hvernig er NYC að fara með þig? sakna þín mín kæra ég sakna þín koddu í heimsókn
Post a Comment