Wednesday, October 15, 2008

Japanskur kúlturdagur og internetið


Lífið hérna í Japan er að komast í fastar skorður. Skólinn á daginn, hangs með vinum á kvöldin og allt allt allt of mikil drykkja á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnudegi! það er svona þegar maður bekynnir sig við sér yngra fólk, yngra fólk sem er nóta bene annað hvort í bræðrafélagi, house musik klúbb eða einfaldlega með ofur ofur ofur lifur sem er miklu yngri en mín! Bjarta hliðin er hins vegar sú að ég hef uppgötvað að maður verður ekki meira þunnur með aldrinum maður drekkur einfaldlega sjaldnar og lifrin er ekki í miklu formi til að jafna sig hratt! Ef þú hins vegar drekkur 4 daga í viku er lifrin súperfljót að jafna sig og þú ert orðin right as rain aftur um hádegi næsta dag!
þessi helgi ætti að vera rólegri samt. Á laugardagsmorguninn er japanskur kúltur dagur hjá okkur geimverunum fyrir hádegi þar erum við að fara að læra að raða blómum á japanska vísu sem eftir því sem að mér er sagt er allt allt öðruvísi en blómaskreytingar í öðrum löndum. Eftir það lærum við að drekka te á japanska vísu og að skrifa hiragana með málingu og burstum. lífið er gott! Svo erum við að plana að gera eitthvað menningarlegt eftir hádegi eins og að heimsækja Asahigawa sem er bær með dýragarði, heitum hverum og skíðasvæði. Þekkjandi bræðrafélagsmanninn þá gæti hann breytt allri þessari menningu í drykkjuleiki! ég kem heim með ansi marga undir beltinu og ég get ekki beðið eftir að spila beer pong á íslenska vísu! með brennivíni og harðfiski! Internet gaurinn merkilegi kemur til okkar á mánudaginn og þá get ég verið á netinu allan sólarhringinn lífið verður enn betra þá
kveðjur úr austrinu og velkomin til London lilfríður mín:)

3 comments:

Anonymous said...

vá það hljómar eins og það sé geðveikt ömurlegt hjá þér....ég er ekkert svekkt

Anonymous said...

aaa, þetta kom frekar glatað út...ég meinti sko að mig langar að vera með þér...knús

Anonymous said...

sæt mynd :) greinilega nóg um að vera hjá þér elskan mín eina sem ég geri þessa dagana er að læra og vinna langar bara koma til þín til Japan og þjálfa lifrina mína líka
sakna þín endalaust
þín litla sys