Thursday, October 9, 2008

Bíó og Keila


ekki sossum mikið að segja ég held að ég sé að blogga dálítið of mikið! hef bara alltaf þurft að tala mikið svo ég held því barasta áfram. eftir ansi mikið djamm síðustu helgi þá var vikan frekar svona róleg. fórum í bíó og keilu á mánudagskvöldið. þeir eru nú frekar mikið langt á eftir okkur með frumsýningarnar Japanirnir. við fórum að sjá Ironman sem ég hef séð ansi oft. þetta byrjaði nú reyndar ekki vel. ætluðum að fara á Hancock klukkan 6 en þegar við settumst inn í salinn var einhver skemmd í myndinni sjálfri og við máttum velja um að sitja þarna áfram eða fara á aðra mynd. við völdum að sjálfsögðu síðari kostinn. versta var að allar myndirnar sem sýndar voru á sama tíma voru á japönsku og þó að ég sé búin að læra að spyrja hvað klukkan sé og að ég hafi verið að lesa dagblaðið heima hjá vini mínum síðustu helgi á japönsku dugar það ekki til að sjá mynd á japönsku með engum texta! svo við þurftum að bíða til 9. japanirnir verandi eins góðir og kurteisir og þeir eru gáfu okkur miða á sýninguna 600 yen til baka því bíómiði klukkan 9 kostar 600 yenum minna en klukkan 6 og frímiða í bíó seinna! sem er frábært því hver miði hérna kostar frá 1200 yenum til 1800 sem á núverandi gengi er um það bil allt of mikið fyrir bíómiða! við þurftum að eyða tíma milli sýninga svo við fórum í keilu. keilan hér er alveg eins held ég bara og heima nema skórnir og skónúmerin. gaman.
þriðjudagar hafa nú verið endurnefndir vestri og vín dagur. miðvikudagar eru wisky wednesday og fimmtudagar thirsty thursday. með þessu áfram haldi þarf ég að skrá mig í meðferð þegar ég kem heim bara til þess að telja lifrina mína á það að halda sig við mig. ég bý í landi þar sem viský er keypt í 4 lítra flöskum í matvöruverslunum.
EE, moo kekkoo desu ne...

3 comments:

Anonymous said...

mmmmmmmmmmmmviskí

annars gekk þetta eitthvað illa hjá okkur í gær...þú/ eða ég dast út í miðju samtali....

Anonymous said...

Nei Inga mín þú bloggar alls ekki of mikið.... það er alveg frábært að geta lesið í details um hvað þú ert að skemmta þér vel svo ekki voga þér að fara að minnka bloggskrifin... hvað varðar lifrina þá já hún fær kannski smá frí núna þegar þú byrja á fullu í skólanum :)
Annars var rosa gaman að heyra í þér áðan ... þó þú hafir dottið út í miðju símtali... en það er greinilega einhver trend :)

Kossar & knús af fjármálakreppu klakanum...

...by the way þá hef ég ákveðið að taka upp pollíönu hugarfar og er obó jákvæð.. þegar fólk fer að hræða mig með krepputali hugsa ég bara tra lala lala trallalalala...

Love you.. Marta

Rauðhetta said...

ja tetta virdist hafa verid tema gaerdagisins ad tetta ut ur midju samtali vid domurnar minar! en ja tad er gott ad ignora bara kreppuna hun lagast .... vonandi...