mmmm já það varð nú ekki mikið úr plönum helgarinnar. eins og þið getið séð á myndunum á facebook fórum við á tjúttið á föstudeginum og því var öllum laugardeginum eytt í þynnku.... fallegt ekki satt! í dag fórum við Erla og Siggi í Wing bay mollið sem er óskipulagðasta moll vestan alpafjallanna! en mér tókst að kaupa afmælisgjafir fyrir systrateymið mitt sem eiga afmæli 23 og 24! Internet tengingin sem ég er á hættir á morgun því Karolina er að fara heim aftur, hennar ár hérna er búið það á nú víst eftir að hægja á myndum og skrifum en við erum að reyna að finna út úr því að fá internet í herbergin okkar ætti ekki að taka nema svona 3 -4 vikur!! japönsk skriffinnska got to love it! föstudagurinn var endalaust fyndinn, karioki, japönsk hjón að segja mér að ég væri með stór augu og stórt nef og Keng að bjóða mér bak við barinn til dónalegra starfa!! ég læri meira og meira í japönskunni og get orðið tjáð mig pínku við búðarafgreiðslufólk og strætóbílsstjóra ásamt því að spyrja hvað klukkan sé og segja öðrum hvað hún sé! mjög mikilvægt dót allt saman! vona að ég nái að geta talað að minnsta kosti aðeins fluent þegar ég kem heim. sakna Íslands pínku stundum en þetta er búið að vera geðveikt hingað til. í næstu viku búumst við við nýju fólki vegna þess að oriantation dagurinn og vikan byrja 29 sept og það er skyldumæting fyrir skiptinemana í það.
sayonara
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég fagna nýju bloggi!
(eða finnst dáldið leim að hafa engin komment)
;)
hey!!!!!!! ....fórstu bak við barinn með honum?
heyrðu, segðu mér hver er þessi Karólína? Það hefur nefninlega einhver Karólína eða Carolina verið að biðja um aðgang að myndunum á blogginu mína og ég þekki enga karólínu... er þetta bara tilviljun eða er það þessi karólína???
það er tilviljun elín mín þessi karolina er ekki með aðgang að mér hvað þá þér.... og uuuu nei sibbiribbitið mitt hann er 72 pínku fyrir utan mitt aldurssvið
Hæ elskan... gaman að geta commentað á bloggið þitt. Nonni á afmæli í dag þannig að ég er að baka köku, eins og góðum húsfreyjum sæmir :)
Gott að heyra að þú getir skemmt þér...oh ég urla við að vera öfundsjúk :)
Þúsund kossar og knús.. M+N
p.s. til hamingju með afmælið systur
Post a Comment