Monday, November 17, 2008

Gvuð og Tókíó

Gvvvuð er farinn að tala við mig í gegnum blogg comment svo ég þori ekki annað en að skrifa nýtt blogg þó lítið sé búið að gerast hérna. Hlutirnir eru að hægjast hér í landi rísandi sólar, komin rútina á hlutina og við erum að byrja í miðsvetrarprófum. Ég er reyndar svooo heppin að vera bara í áföngum sem eru ekki með próf um miðjan vetur jibbí.
það hefur líka hægst á djamminu og lifrin mín er þakklát fyrir það. Dramað á Íslandi hefur þó ekki minnkað og núna síðast var mín stórkostlega fagra systir kýld í miðbæ Reykjavíkur af manni sem er svo mikið fífl að orð fá því eigi lýst. og ég er föst hinu megin á hnettinum. urrgg.
Ég keypti miða til Tókíó í gær og planið er að eyða þar helginni 5-8 des! get ey beðið. Við fengum meira að segja endalaust gott tilboð á 3 stjörnu hóteli svo ég er að fara að gista á hóteli í þriðja sinnið um ævina.. kjánalegt að vera spenntur yfir koddum og míníbar en ég er mjög spennt, sérstaklega vegna þess að útsýnið frá hótelinu sýnir keisarahöllina í Tókíó.
þetta er stutt, bara til að friða gvuð, erfitt að fúnkera vel þegar gvuð er reiður. saknaðarkveðjur til Íslands

Tuesday, November 4, 2008

Stígvél, snjór og jól




helgin hefur verið erfið... alltof mikill bjór. á föstudaginn var okkur boðið í halloween partý af The international office eftir að við héldum kynningum um landið okkar fyrir almenning Otaru og skólann okkar. eftir partýið var annað partý í sameiginlega herberginu okkar hérna og við útlendingarnir fengum loksins samkeppni um hver getur drukkið sem mest frá japönunum :) þeir voru duglegir með meiru og þó að aðeins helmingurinn hafi höndlað að fara niður í bæ með okkur útlendingunum er það mun meira en venjulega!! kvöldið var verulega skemmtilegt og mun skemmtilegra en morguninn eftir þegar nágranni minn vakti mig upp klukkan 11 til að draga mig til Wing bay í leit að þynnkumat og afþreyingu. við enduðum á því að éta hálfa verslunarmiðstöðina og eyða 10 tímum þar inni, án þess að kaupa nokkurn skapaðan hlut... nei ég lýg því nú við keyptum tannkrem alveg heila túpu af tannkremi. á sunnudeginum ákvað ég síðan að skondrast til sapporo í leit minni að sléttujárni og hárblásara til að fara með stórkostlega nýja litnum sem ég fékk sendan frá uppáhaldsmömsunni minni :)
það var að sjálfsögðu mjög mjög mjög nauðsynlegt að kaupa sér svona eins og einn lítinn bjór þar af leiðandi að við vorum í Sapporo og enginn skóli á mánudeginum. verst að við ákváðum að kaupa okkur þennan bjór:
þessi fallegi bjór er 2,5 líter og við drukkum 2!! gáfað! svo var snúið við til Otaru og gegnið inn á karaokibar eins og venjulega. jólin eru líka að koma í augum japana og allir eru farnir að skreyta af miklu móð! maður verður bara að fara að kaupa sér jólaskreytingu sem fyrst held ég bara. í dag a þessum fallega þriðjudagsmorgni gerðist það sem ég hef verið að bíða eftir síðasta mánuðinn... það snjóaði. og auðvitað af því að ég er heppnari en allt sem heppið er þá er ég lasin og kemst ekki út. ég stend við svalahurðina mína og stari út um gluggann á fyrsta snjóinn bráðna án þess að hafa tekið neinn þátt í að labba í honum.. grátur grátur vorkenn vorkenn