Wednesday, April 22, 2009

samangamangamansaman

var að huxa um daginn... aldrei slíku vant... og ég mundi eftir verslunarmannahelginni upp í body shop bústað! er það í alvöru síðasta skiptið sem við vorum öll á sama stað á sama tíma? snilldar helgi! múúúúúúú vil svoleiðis helgi þegar ég kem heim!!!

6 comments:

Marta said...

já við munum sko búa til svona góða helgi þegar þú kemur :) Nema að ég verði orðin svo félagslega heft að ég geti ekki umgengist mikið fólk... never know

Miss you... knús

Rauðhetta said...

heheh nei nei martan mín við drögum þig út í félagslega heiminn á ný mín kæra :) sakna þín kossar og knús og hafðu það geggjað gaman með nínsu, sirrý og steinunni í maí! kysstu þær frá mér líka ;) ;*

sibba said...

og ég ætla ekki að vera í gambíu þá :(

Rauðhetta said...

OMG!!! tótallí not!! ég er með alsæmer! ég er með minningar af þér þarna!! ég held ég sé geðveik!!! ég man eftir þér standandi yfir lauginni með pott í hendinni!! ertu viss um að þú hafir ekki verið þarna??

Marta said...

ja til að koma þessu á hreint þa eyddum við verlunarmannahelginni upp í body shop bústað fyrir tveimur árum... og sibba var þar, til dæmis með pott í hendi....en við höfum nú örugglega hisst síðan þá... Aftur á móti vorum við í sjómannabústað í fyrra en þar var heitur pottur og alles... og þá var sibba því miður fjarri góðu gamni að sinna þarfari skyldum í Gambíu......

...ekki skrýtið að þetta renni svolítið saman :) og næst heimta ég að hafa ykkur báðar með...

Rauðhetta said...

múhahahaha ég vissi að sibbiribbit hafi verið þar! ég hélt ég væri orðin brjál!