Friday, February 6, 2009

baunir og afmælisgjafir.

Það er búið að vera nóg að gera hjá manni upp á síðkastið. skólinn er að klárast og við erum komin í prófalestur, hann er nú ekki mikið öðruvísi en heima eiginlega bara ekkkert alveg jafn þreytandi og endalaus. síðasta þriðjudag var síðasti dagur vetrar. það þýðir að á miðvikudeginu var fyrsti dagur vors. þetta er eina vorið sem ég hef upplifað sem hefur snjó upp á mið læri. og ég er frá ÍSlandi. á síðasta degi vetrar er til siðs hér í japan að henda baunum í leikna djöfla til þess að ýta frá sér og híbýlum sínum vondum verum og fá í staðinn hamingju og góða strauma. Tomita sensei annar af kennurunum okkar í japönsku gaf okkur baunir til þess að fleygja í hvert annað og sagði okkur að við ættum að skilja eftir og borða jafnmargar baunir og árin í lífi okkar. ég varð södd við tilhugsunina enda fjörgömul kona! myndin er af baununum í poka þær heita setsupun. þegar maður fleygir baununum í djöfulinn á maður að æpa oni wa soto, fuku wa uchi. sem þýðir það vonda út og inn með hamingjuna.


ég fékk senda tvo pakka í síðustu viku, er svo geypilega vinsæl. annar var með afmælisgjöf frá ma og pa og smá hrökkbrauði og ópal og öðru gúmmelaði :) hinn var með gjöf frá systrunum og þar á meðal var mynd sem systursonurinn teiknaði af frænku sinni!! veit ekki hvaðan drengurinn fær þessa hæfileika! sér einhver af hvaða mynd þetta er ;)


Þetta minnir ykkur á það

6 comments:

Anonymous said...

Jey-loksins blogg!


hvað er að frétta? til hamingju með systur þína. Hú ner þokkalega nett.

Ég er að fara á skíði næstu helgi, ætlum að euða valentínusarhelginni í Vermont og mögulega fara á dádýrsbak og svona....

ertu ekki að fara að koma í heimsókn?

Rauðhetta said...

Gvvvvuð minn góður!! það getur ekki gerst meira rómantískt en Vermont og dádýrsreið! ohhh jú ég er á leiðinni til þín amk í huganum! ég kem við í Taipei viltu ekki bara hitta mig þar mín kæra. kossar til þín og drésa.

Anonymous said...

gott að heyra í þér... sé þig alveg fyrir mér henda baunum í fólk, þó ekki mér og Nínu heldur gervi baunum :)
og já rosa flott mynd...ekkert smá flínkur að teikna...

Anonymous said...

sæll þessi baunaathöfn hljómar eins og geðveiki hahaha kasta baunum í hvort annað og garga út með vonda inn með góða og það á japönsku haha ég hefði viljað sjá þetta og hlæja úr mér lungun
Myndin hans Jóns Inga er æðisleg enda barnið með eindæmum snillingur:D
sakna þín á hverjum einasta degi ást

Anonymous said...

blogg blogg blogg

Anonymous said...

blogg blogg blogg