Monday, January 26, 2009
Wednesday, January 21, 2009
Gömul, eldri, elst
21 janúar í dag, 4 dagar í að ég verði ennþá eldri en ég er í dag og þá er nú mikið sagt.

það er sossum ekkert mikið búið að vera að gerast hérna þessa dagana. við kláruðum jólafríið og erum aftur komin í skólann. það eru bara 3 litlar vikur í lokapróf og þá hefst marsmánuður frelsins. ég og 3 aðrir krakkar héðan úr alþjóðlega húsinu erum að plana ferð um japan, kína og kóreu í einhverjar af þessum 6 vikum sem við eigum í frí. planið enn sem komið er er að fara frá Sapporo til Tokyo og þaðan til Bejing og sjá múrinn og forboðnu borgina og svona. svo er förinni heitið aftur til Tokyo og þaðan til Kyoto, svo Nara og að lokum Osaka þar sem við ætlum að taka ferju yfir til Pukan í Suður-Kóreu. þaðan á svo að fara til Seoul. við erum ekki alveg búin að plana ferðina heim, hvort það verður tekið flug beint til sapporo eða lestirnar og bátarnir teknir til Tokyo og svo flug heim en það kemur allt í ljós. Nú er bara að fara að selja líffæri til að borga fyrir þetta ævintýri :)
um helgina er svo planið að fara til Sapporo út að borða og á klúbbarölt í tilefni af afmælinu mínu og svo heppilega vill til að Stevan, annar af frönsku gaurunum hérna á líka afmæli 25. svo þetta verður tvöföld stórveisla :) ég þakka gvvvuðunum fyrir að hann er að verða 28 og ekki ég.... ég verð ekki elst það kvöldið....

það er sossum ekkert mikið búið að vera að gerast hérna þessa dagana. við kláruðum jólafríið og erum aftur komin í skólann. það eru bara 3 litlar vikur í lokapróf og þá hefst marsmánuður frelsins. ég og 3 aðrir krakkar héðan úr alþjóðlega húsinu erum að plana ferð um japan, kína og kóreu í einhverjar af þessum 6 vikum sem við eigum í frí. planið enn sem komið er er að fara frá Sapporo til Tokyo og þaðan til Bejing og sjá múrinn og forboðnu borgina og svona. svo er förinni heitið aftur til Tokyo og þaðan til Kyoto, svo Nara og að lokum Osaka þar sem við ætlum að taka ferju yfir til Pukan í Suður-Kóreu. þaðan á svo að fara til Seoul. við erum ekki alveg búin að plana ferðina heim, hvort það verður tekið flug beint til sapporo eða lestirnar og bátarnir teknir til Tokyo og svo flug heim en það kemur allt í ljós. Nú er bara að fara að selja líffæri til að borga fyrir þetta ævintýri :)
um helgina er svo planið að fara til Sapporo út að borða og á klúbbarölt í tilefni af afmælinu mínu og svo heppilega vill til að Stevan, annar af frönsku gaurunum hérna á líka afmæli 25. svo þetta verður tvöföld stórveisla :) ég þakka gvvvuðunum fyrir að hann er að verða 28 og ekki ég.... ég verð ekki elst það kvöldið....

Friday, January 2, 2009
áramótablús
jæja nýtt ár komið... 2009... bjánaleg tala. Ég skemmti mér stórvel um áramótin þó að ég hafi saknað rakettanna heima... og fólksins. og fólksins sem var líka í útlandinu. okkur var boðið í heimsókn til japanskarar fjölskyldu í mat. mjög almennilegt af þeim.
sakn sakn sakn. á morgun byrjar svo 3 daga skíðabrjálæði. 3 dagar af 8 klukkutímum af skíðabrjálæði. ég kvíði pínku fyrir. skíðalappirnar mínar gömlu eru ekki alveg komnar í lag. og ég er ekki hrifin af hreyfingu...
Subscribe to:
Posts (Atom)